Re: svar: upplestur úr gömlum ársritum !

Home Forums Umræður Klettaklifur Búhamrar Re: svar: upplestur úr gömlum ársritum !

#49509
Robbi
Participant

Hrappur.
Það er nú alger óþarfi að vera með eitthvað stórkallatal og leiðindi þótt að þú hafir boltað allnokkrar leiðir, klifrað eitthvað erfitt og hafir lesið smáletrið í ársritunum. Málið er nefnilega þannig að klifurmenning á íslandi hefur aukist mjög upp á síðkastið. Td. niðri í klifurhúsi er fullt af nýju fólki (sem þú myndir kanski vita ef þú færir einhverntíman niðureftir) og því fólki langar kanski að klifra úti eins og við hinir. Ég hef allavega (og siggi) reynt að leggja til mitt framlag til að miðla þessum upplýsingum (því augljóslega gerir þú það ekki) og þær eru ekki alltaf greinilegar í ársritunum. Það er eingöngu jákvætt að drita inn upplýsingum um e-ar leiðir, þarf ekki að vera langloka, því allmargir lesa þessa síðu, líka þeir sem ekki hafa klifrað úti, eru nýjir í sportinu og vilja vita meira. Ef þér finnst eitthvað að því þá ertu afar ómerkilegur maður.
robbi