Home › Forums › Umræður › Almennt › tindurinn Einbúi › Re: svar: tindurinn Einbúi
Eru örnefni tómur hégómi?
Mér er minnistæð leiðarlýsing GIMP á Eyjafjallajökul sl. páska:
-“Já, þegar þú ert farinn þarna af hæsta hólnum, já þarna hæsta punktinum, þá ferðu þarna fram hjá einhverjum kletti, eða e.t.v. meira svona litlu fjalli, ertu með mér? Nei, ekki sá klettur, það er þarna annar miklu nær, sko í áttina að Reykjavík eða þar um bil…[bla, bla, bla]”
– “Áttu við að þú rennir þér ofan af Hámundi vestan við Goðastein Himmi minn?”
-“Ha, heitir þetta það? Ég hef nú bara ekki hugmynd um það. En þetta er semsagt svona hóll eins og fólksvagen bjalla í laginu sko.”
Hélt satt að segja að GIMP hefði lært að meta gildi örnefna við þetta tækifæri, en örnefni þjóna jú m.a. þeim tilgangi að menn viti hvað þeir eru tala um þegar þeir lýsa landinu. Þetta getur orðið mikið alvörumál t.d. við björgunaraðgerðir.
Kv. SM