Home › Forums › Umræður › Almennt › tindurinn Einbúi › Re: svar: tindurinn Einbúi
Sá Einbúi sem merktur er inn á kortin (norður af Hitagilsbrún) og nefndur er í Árbókinni 1960 sá ég fyrst almennilega í Suðurjöklatúrnum um páskana. Hann er nauðalíkur þeim Einbúa sem blasir við frá Fljótsdal a.m.k.þegar horft er á hann úr norðri.
Þessi klettur sést aðeins frá mjög fáförnum slóðum. Það er því furðulegt að klettar og gnípur sem aðeins hafa sést í fjallferðum á haustin báru nöfn en ekki það sem blasti við úr byggð. Þetta stenst einfaldlega ekki.
Örnefni hafa víða lent á kolröngum stöðum í kortagerðinni hér í frumbernsku og hefur vitleysan haldið áfram á nýrri kortum. Nú hafa Landmælingar tekið sig á með því að senda heimamönnum kortin til yfirlestarar og hvað t.d. Eyjafjöllin varðar eru villurnar margar og miklar.