Re: svar: Tindfjöll

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Villingadalur Re: svar: Tindfjöll

#49215
Stefán Örn
Participant

Fórum fjórir fræknir: Steppo, Sissi, Bjöggi (Retro) og Kiddi (K-Bgy-Bgy), upp í Tindfjöll um helgina.

Gengum langleiðina úr Fljótshlíð því ekki dreif bíllinn alla leið. Allt vaðandi í svo miklu pudder að meira að segja norðandeildin hefði slefað (snjókoma + logn = pudder sagði e-r spekingurinn). Takmarkið var að klífa Tindinn á e-m frábærasta laugardegi í vetur. Það takmark náðist þó ekki vegna talsverðrar snjóflóðahættu auk þess sem púðurvaðið sóttist okkur seint. Gengum þó á Búra og fengum frábært útsýni. Bölvað að hafa verið án plankanna!

Sunnudagurinn heilsaði okkur hins vegar með bölvuðu mannaskítsveðri og megnið af nýja snjónum tók upp.

Steppo