Re: svar: Tindfjallaskálinn

Home Forums Umræður Almennt Tindfjallaskálinn Re: svar: Tindfjallaskálinn

#51940
Sissi
Moderator

Karl – það er ansi persónulegt þegar þú bendir á einn mann og segir hann ganga illa um. Það var víst strokið af bekknum í stofunni og gólfin voru sópuð tvisvar – nú ferð nú hreinlega með rangt mál.

Maður spyr sig af hverju þú ákveður að draga einhverjar yfirsjónir í annars mjög góðum viðskilnaði að mínu mati fram – þegar gestir síðustu helgar brutu tvo glugga, eyðilögðu helluborð, brutu hring í kamínunni (hvernig er það hægt?) og rústuðu millihurð?

Mér er umhugað um orðstír minn og tek svona sneiðum illa þar sem ég var skálavörður í öðrum skála til margra ára og hef því oft þurft að þrífa upp skítinn eftir aðra (stundum bókstaflega) ásamt því að eyða mörgum helgum með hamar eða skóflu í hendi.

S