Re: svar: Til Skúla Magg

Home Forums Umræður Almennt Skálamál Re: svar: Til Skúla Magg

#48005
3108567469
Member

Heil og sael.
Ef ég man rétt var skálinn í umsjá Fjallamanna, laerisveina Gudmundar frá Middal, og var Ólafur Thorsteinsson thar formadur lengi.
Med honum var nokkur hópur manna sem sinnti skálanum og hélt honum vid um árabil. Fjallamenn tóku ekki inn nýja félaga, og med tilkomu Ísalp opnadist taekifaeri ad koma Tindfjallaskála í hendurnar á hópi manna sem vildi sinna skálanum. Fengum vid medal annars nýja kabyssu frá Fjallamönnum. Vid höfum leitad eftir thví ad fá einhverskonar aflýsingu theirra fyrir thví ad skálinn sé í okkar eign, en thad hafa their ekki getad gert thví their hafa aldrei fengid slíka yfirlýsingu sjálfir. Tví sídur er haegt ad thinglýsa eigninni og alls ekki vegna thess ad Ísalp á ekkert land undir skálanum. Tindfjallaskáli er lausafé og thví er ekki haegt ad thinglýsa. Tindfjallaskáli er í eigu, umsjá og rekstir Ísalp. Vid greidum engin fasteignagjöld en skálinn hefur númer hjá FMR og er brunatryggdur hjá Sjóvá.

Tindfjallaskáli er barn síns tíma, og safngripur. Upphaflega var skálinn klaeddur med trétexi innandyra og máladur. Strax og hitnadi í kofanum fór ad leka nidur veggina théttingarvatn. Framstafninn var frábrugdin ad thví leiti ad hornin voru tekinn inn, og stafninn virtist standa adeins framúr. Skarphédinn Jóhannesson arkitekt sagdi á sínum tíma ad thetta vaeri ljótasta hús á landinu. Um thad leiti sem Surtsey var ad rísa úr sae unnu Fjallamenn vid breytingar á skálanum. Trétexid var rifid innan úr og thess ístad settar fjalirnar sem nú eru, auk thess smídad bordid. Thá voru klaedd (út) hornin á skálanum thar sem nú er kolageymsla annarsvegar og thannig hefur skálinn litid út sídan.

Í dag eru fjallaferdir med ólíku snidi en ádur var. ég hef séd krakka tjalda vid skálann og skjótast thar inn til ad rétta úr sér. Eda menn skreppa á jeppanum svona eftir hádegi á sunnudegi Thórsmörk og kíkja adeins í Tindfjöll.

Landsbjörg má gjarnan koma ad máli vid Ísalp og styrkja okkur í thví ad hafa tharna skála. Vid skulum bara ekkert vera ad velta fyrir okkur einverri björgunarmidstöd, thad er allt lidin tími, menn eru ad týna sjálfumsér á allt ödrum stödum en í fjallaskálum.

Thad tharf ad skoda thad hvernig vid náum utan um gistigjöldin, án thess ad stofan til mikils umfangs eda kosta miklum tíma til.

Kvedja Guttormur

.