Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Þilið › Re: svar: Þilið
Þakka ykkur fyrir upplýsingarnar Ívar og Rúnar.
Ég hef eins og Aðalríkur Alsgáði Ættarhöfðingi í Gaulverjabæ alltaf verið hræddari um að himnarnir hryndu yfir mig, frekar en að ég félli af himninum.
Fyrir margtlöngu börðum við félagarnir okkur upp tuttugu tonna og tuttugu metra langan stólpa sem stóð allmarga metra frá hamrinum, -þetta var í Brynjudal.
Viku seinna voru þessi tuttugu tonn langt niður í dal þrátt fyrir stöðugt frost allan tíman.
Ísleiðir af 5° og ofar eru þess eðlis að föll eru hættuminni en í minna bröttum leiðum en aftur á móti meiri hætta á að ísinn (himnarnir) hrynji.
Eina öryggið gegn þessu öllu saman er markviss og algild sófakönnun…..
Þetta opnar hinsvegar á umræðuna um aðferðafræði við að bjarga sér út úr fríhangandi aðstðum sem þessum og hvert sé best að hringja eftir aðstoð.
Gott væri að Rúnki birti númerið sitt hér á síðunni….