Re: svar: Það er nú svo

Home Forums Umræður Almennt Nú sárnar gömlum ÍSALP´ara Re: svar: Það er nú svo

#48317
2806763069
Member

Sorry, ég stend fastur á mínu. Og það að fara leynt með hlutina hefur alltaf verið stór hluti af fjallamennsku. Það eru ekki ófáir leiðangrarnir sem hafa reynt að leyna verkefnum sínum með það að markmiði að koma í vegfyrir að aðrir rífi sig upp af rassgatinu og verði fyrri til. Það er ekki lengra síðan en í sumar að ég dró upp úr nokkrum hjálparsveitar guttum að þeir væru að fara erlendis að kífa ansi hátt fjall. Auðvitað skellti ég þessu beint á netið og hafði óhemju gaman af öllu saman. Að sama skapi hef ég passað upp á mín verkefni, stundum svo stíft að ég hef neitað að segja þeim sem ég hef boðið með í för hvert ferðinni sé heitið.
Þó þið hafið gefist upp á keppninni og orðið góðir kallar gildir það sama ekki um mig. En auðvitað sendi ég út upplýsingar um nýjar leiðir við fyrsta tækifæri.

Það liggur oft mikil vinna á bak við það að finna ný svæði og þá vinnu legg stundum á mig vegna þess að ÉG hef gaman af að fara nýjar leiðir. Og ég tel mig ekki skulda neinum neitt, verandi sá sem að stórum hluta sér þessu litla samfélgi fyrir upplýsingum um aðstæður, upplýsingasöfnun sem oft kostar sjálfan mig klifurdaga, en ég geri það nú líka bara fyrir sjálfan mig!

Svo hana nú, þið fylgist bara með netinu og ef mér tekst ekki að hreinsa upp svæðið á fyrsta degi er aldrei að vita nema þið getið líka nælt í eina tvær f.f.