Home › Forums › Umræður › Skíði og bretti › Telemark – klúbburinn › Re: svar: Telemark – klúbburinn
Ég komst ekki á Telemarkhelgina til að taka myndir. Bassi er hinsvegar búinn að lofa mér myndum til að birta hérna á vefnum. Eins og örugglega flestir, þá hlakka ég til að sjá þær.
Eins og rækilega kemur fram á link-síðunni hérna þá á eftir að setja inn innlenda-linka. Þarna verða allir nytsamlegir og ekki nytsamlegir innlendir linkar sem viðkoma fjallamönnum, meðal annars telemarkklúbb-síðan.
Telemarkklúbburinn er mér vitanlega ekki formlegur klúbbur, þeas. ekki með kennitölu. Valli og félagar þurfa því ekki að halda neina stjórnarfundi frekar en þeir vilja.
Ef ég skildi hugmyndina með stofnun Telemarkklúbbsins rétt þá var hugmyndin hann yrði notaður til að koma Telemarkinu inn í Skíðasambandið, halda formleg mót, o.s.frv.Sé svo, þarf þá ekki að gera eitthvað meira úr klúbbnum?
Það væri gaman að fræðast meira um þetta frá þeim sem til þekkja.
kveðja
Helgi Borg