Re: svar: Stardalur. Minningin ein.

Home Forums Umræður Klettaklifur Stardalur. Minningin ein. Re: svar: Stardalur. Minningin ein.

#48836
Ólafur
Participant

Svona svona…engin ástæða til að mála hlutina of dökkum litum.
Maður sér nú ennþá fólk í Stardal á góðviðrisdögum þó þar séu yfirleitt aldrei eins margir og í Valshamri. Og það hafa nú fleiri en einn og fleiri en tveir undir þrítugi klifrað þar 5.10 og meira síðustu ár. Stardalur átti sína gullöld og fyrir 10-15 árum var hann sannarlega Mekka þó það Mekka hafi færst austar í dag.

Reyndar er engin ástæða til að kvarta. Það er svosem fínt að fá að klifra þar í friði á góðviðrisdögum.

Er þetta ekki bara grái fiðringurinn hjá Páli…eða elliglöp?
Ég er amk ekki á leið uppeftir með borvél.

órh