Home › Forums › Umræður › Skíði og bretti › Snjóalög fyrir norðan? › Re: svar: Snjóalög fyrir norðan?
…jú, jú ég kippti út gönguskíðunum tvisvar sinnum í vikunni, skíðaði í “nostalgíu” í nágrenni Akureyrar….færið var fínt í braut en stutt niður á grjót (utanbrautar) nema í kvosum og hvilftum sem mikið hafði safnast saman í.
…húsfreyjan á Másstöðum í Skíðadal arkaði upp til fjalla ásamt búkonu úr borginni um s.l. helgi (fimmtudag, föstudag og laugardag) og renndi sér niður hvítar hlíðarnar á bretti og lét vel af færi og snjóalögum…staðhæfði m.a.s. að þessa daga hafði verið “púður”.
Allmikill snjór hefur safnast saman á Tröllaskaganum á s.l. vikum, ég spái því að þessi snjór sé “kominn til að vera” þó það megi gera ráð fyrir að snjórinn sem kom í þessari viku á Akureyri og nágrenni taki upp á næstu sólarhringum sé tekið tillit til framtíðarveðurspár.
Annars getur hver og einn reynt að átta sig á hvernig snjóalögum verður háttað í vetur þar sem ég læt hér fylgja nákvæm fyrirmæli um hvernig menn skuli bera sig að:
Þegar spáð er í milta, eru skornir tveir eða þrír skurðir í það, helst blindandi og það síðan hengt upp. … Miltað hvítnar smám saman þegar það hangir og þornar og eiga þeir hlutar þess sem fyrst hvítna að segja fyrir um snjósömustu kafla vetrarins.
Verði ykkur svo að góðu…