Re: svar: Skilgreining á þjóðgarði

Home Forums Umræður Almennt Skaftafellsþjóðgarður Re: svar: Skilgreining á þjóðgarði

#49060
0902703629
Member

Athugið það að Íslendingar hafa nú þegar selt sál sína fyrir peninga. Allt er falt!

Fjörður hér, fjall þar, dalur og klettaskorur allt er þetta lítill hluti af pókerspili stjórnvalda. Til landsins ryðjast risavaxin fyrirtæki og reisa spúandi stórverksmiðjur, – og hvað gerum við? – Ekki neitt!

Svo er stofnaður þjóðgarður. Bravó! En hver er tilgangurinn? Að vernda, að kynna, að uppfræða, að hampa….? Ó, nei 19. júlí 2002 lýstu Landsvirkjun og Alcoa yfir stuðningi sínum við stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls. Athugið, í þessu sambandi, að víða erlendis samhæfa menn vatnaflsvirkjanir og þjóðgarða og þar eru miðlunarlón jafnvel notuð til siglinga og þau felld inn í útivistarsvæði.

Nokkrar hræður úr útivistarbransanum á Íslandi, hjólandi, skíðandi, klifrandi eða ríðandi hafa ekkert að segja í þessa risa. Hér eru það peningarnir sem tala!