Re: svar: Skilgreining á þjóðgarði

Home Forums Umræður Almennt Skaftafellsþjóðgarður Re: svar: Skilgreining á þjóðgarði

#49056
0311783479
Member

Athyglisvert að þetta sé í raun og veru sýn ráðamanna.

Ég held að kominn sé tími til að við Íslendingar förum að taka upp alþjóðleg viðmið um hvað er þjóðgarður og hvað er ekki, sbr. í þáttum Ómars Ragnarssonar sem sýndir voru á rúv fyrir nokkrum misserum kom fram ýmislegt um hvað aðrar þjóðir hafa komið sér saman um hvað landspilda þarf að uppfylla til að geta talist þjóðgarður.

Mín skoðun er sú að við ættum að horfa til þessara viðmiða þegar við ákveðum hvað er þjóðgarður og hvað ekki. Held því að frekar væri vit að vanda til verksins og hafa frekar færri en þó þannig að þeir uppfylltu þessi viðmið og væru af myndarskap úr garði gerðir.

Þetta er klassískt dæmi um að stjórnmálamenn skilja ekki viðfangsefnið og taka ein sjónarmið fram yfir önnur. Að neita okkur um sæti í stjórn er gjörsamlega óskiljanlegt nú á tímum tísku þess að hafa umboðsmenn “notenda”, sbr. umboðsmenn Alþingis og íbúa Rvk.

Góðar stundir
Halli