Re: svar: Orion í aðstæðum

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Orion í aðstæðum Re: svar: Orion í aðstæðum

#50436
2806763069
Member

Veit svo sem vel að það fer í taugarnar á ykkur leiðasníkjum. En það var ein staðreyndarvilla í síðasta myndasjói. Leiðin á bakvið Guðjón var fyrst farinn af þeim Jóni Heiðari og Hilmari. Held að þeir hafi aldrei formlega skráð leiðina.

Mig minnir svo að Helgi og Jökull frekar en Helgi og Jón Haukur hafi náð annri og síðustu uppferð. Enn þetta gæti svo sem allt verið helber vitleysa og rugl. Það væri svo sem ekki í fyrsta skipti.

Fór annars Orion í dag, rétt á eftir títnefndum Jóni Hauki og Ingó. Með mér í spotta var Hjörleifur nokkur Finnsson sem einnig var að uppgötva bognar axir. Aðstæður voru fínar nema ég mæli með að berja og sparka eins lítið og hægt er þessa dagana. Einhvernvegin finnst mér fossarnir hafi allir verið stöðugri og betur tengdir við klettana. En brennt barn…..

kv.
Softarinn