Re: svar: Opið í bláfjöllum

Home Forums Umræður Skíði og bretti Opið í bláfjöllum Re: svar: Opið í bláfjöllum

#49620
0801667969
Member

Verð nú að segja að maður er endurnærður eftir góðan dag á skíðum. Vona að Ívar, Steppo og öll hin hundruðin sem mættu í Fjöllin séu sama sinnis. Í morgun þótti ekki stætt á því að opna vegna manneklu en áhugamenn um skíðamennsku lögðust á eitt svo það tókst að opna.

Manneklan stafar af því að ekki eru til aurar til að borga fólki mannsæmandi kaup. Á meðan er öll Bláfjallnefnd (ca. 10 manns) í Frakklandi á einhverri sýningu. Sú ferð kostar eflaust einhvern skilding. Hverjir sitja í þessari nefnd eða hvert hlutverk hennar er hef ég ekki hugmynd um. Ég vinn bara í Bláfjöllum. Ég þykist viss um að þessum aurum væri betur varið í okkur sem látum hlutina ganga upp en einhverjum sem hvorki kunna á skíði eða vita hvernig skíðalyfta eða troðari virkar.

Kv. Árni Alf.