Re: svar: Mont Blanc

Home Forums Umræður Almennt Mont Blanc Re: svar: Mont Blanc

#48741
Anonymous
Inactive

Það er ekkert mál að klifra á Mt. Blanc ef þig gerið það almennilega. Farið upp í fyrstu ferð með Midi kláfnum og strollið niður á Mer du Glasse og gangið upp hlíðina sem er þar(mig minnir að fjallið heiti Mt. Blanc du Tacul er samt ekki viss) og puðið heilan dag þarna uppi og takið síðasta kláf niður og aftur í bjórinn og afslappelsið og takið tindinn 2 til 3 dögum seinna með stæl. Þetta svínvirkar. Það geta allir lent í hæðaveiki en þið minnkið möguleikara á því með því að trappa ykkur upp svona. Hæðavekið virðist leggjast þungt á suma án tilllits til getu, forms eða líkamlegs ástands. Bara sumir lenda illa í þessu og aðrir ekki þannig er þetta nú bara. Ég held nú samt að það sé nú mikill minnihluti manna með þennan veikleika.
Olli