Re: svar: maðurinn Hugfúi

Home Forums Umræður Almennt tindurinn Einbúi Re: svar: maðurinn Hugfúi

#48782
0801667969
Member

Gaman að fylgjast með einvígi þeirra Skúla og GIMP hér að ofan. Til að þeir félagar hafi þetta nú “rétt” þá nefnist syðri kletturinn á gígbrún Eyjafjallajökuls Guðnasteinn. Goðasteinn heitir sá er á NV brún gígsins. Þetta er rökstutt í nýlegu ársriti ÍSALP. Hámundur er nýnefni eftir þá Jón Eyþórs og Guðmund frá Miðdal. Bungan var ónefnd fram að því.
Ég er alls ekki sammála því að allir hólar og hver þúfa verði að heita eitthvað. Hitt skiptir mun meira máli að menn kunni að fara rétt með þau örnefni sem fyrir eru en ekki bæta við óþarfa nýnefnum. Þannig nota ég helst ekki örnefnið “Hámundur” því að sumu leyti er það óþarft. Þetta er líka ákveðin leið til að lýsa skoðun minni á því hvernig margar nafngiftir á svæðinu urðu til og eldri og sannari örnefni féllu í gleymsku.

Kv. Árni Alf.