Home › Forums › Umræður › Almennt › Hálendisgangan kl: 17.00 › Re: svar: lifibrauð okkar allra
Takk fyrir skrifin félagar, greinilegt að ístólin ryðga í suddanum en”penninn” látinn bíta (hér er Sig Kára (sem af skarpskyggni benti á að Hlemmur og Austurvöllur eru ekki á hálendinu) bent á að hugtakið “penni” er hér notað yfir hvers kyns skriffæri).
Ég er einn þeirra sem nýtur ekki skattaívilnana sem virkjanir og afoxunarfabrikkur njóta.
Á meðan ríkisstjórnin er að berja raforku og málmbræðslusamningunum leið í gegnum samkeppnisstofnun Evrópusambandsins þar sem meðlag ríkissjóðs er metið í milljörðum er ég í þeirri stöðu að selja íslenskar skattaálögur til útlanda.
Við kostnaðargreiningu á rekstri Thúle kemur í ljós að 1/10 hluti af rekstrarkostnaði ferða sem seldar eru erlendis er hreinn virðisaukaskattur sem fer beint í ríkiskassann.
Ferðaþjónustan er þannig eina útflutningsgreinin sem gert er að selja þennan skatt inn á alþjóðlegan samkeppnismarkað á meðan allur fisk og málm útflutningurinn og þ.a.l. veiðarnar og raforkuvinnslan sem að baki liggur skilar ekki krónu í vsk. Að auki leggjast umferðarskattar harðar á ferðaþjónustuna en aðrar útflutningsgreinar en umferðarskattar eru mun hærri en framlög til umferðarmála. Öll önnur skattheimta er einnig mun hærri á ferðaþjónustu en raforkuframl og stóriðju. T.a.m. borgar LV ekki tekjuskatt og fasteignagjöld eru einungis greidd af litlu hluta mannvirkja LV. Það er í raun sama hvernig litið er á þessa virkjunarstefnu, -þetta er undirmáls kommúnismi sem keyrður er fram af patentlausnapólitíkusum sem skilja ekki hlutverk sitt.
Oft slengja stóriðjusinnar fram frasanum “hvað á þá að gera ef ríkisvaldið á ekki að virkja og hvaða atvinnu eigum við þá að stunda? -og hvað á þá að koma í staðin?”
Ég er sjálfur það hægri sinnaður að mér finnst að það eigi ekki að benda á einhverja ferkanntaða patentlausn í staðin. -það ætti þá helst að benda mönnum á að tína hundasúrur!!!!
Málið er að ríkisvaldið á einfaldlega að setja almennar reglur og búa í haginn fyrir þá einstaklinga og fyrirtæki sem hyggja á rekstur. slíkar aðgerðir eigaq að vera almennar og nýtast öllum.
Þannig mætti fyrirtæki sem hefði hug á raforkuframleiðslu gera slíkt ef það greiddi hæfilegt auðlindagjald en væri að öðru leyti látið fylgja sömu markaðsforsendum og annar rekstur.
Ríkisframkvæmdin við Kárahnjúka sem skilar nær engu í ríkiskassan getur að hámarki skilað 1-2% hagnaði umfram vaxtagjöld skv uppgefnum tölu LV.
Slíkt er ekki alvöru bisness og er eingöngu stundaður af þeim sem hösla með annara fé.
Sá mynd af Jökla í fréttablaðinu í dag …..Synd að þeir á Borgarspítalanum notuðu ekki tækifærið og skelltu á hann öðrum haus (það hefti tildæmis mátt setja á hann lítið notaðan haus af e-h framsóknarmanninum) efftir að hann labbað með hausinn undir hendinni til byggða í fyrra…..