Home › Forums › Umræður › Almennt › Klifur/sig › Re: svar: Klifur/sig
6. March, 2003 at 07:55
#47792
1210853809
Member
Ég byrjaði á þessu fyrir nokkrum árum og var það sigið sem ég var mest í. Ég veit um góðan stað þar sem við förum oft að síga. Þessi staður er í nágreni Hafnarfjarðar nánar tiltekið við Helgafell. Þessi staður heitir Valaból og er vafalaust merktur in á kort. Þarna er frekar auðvelt að tryggja og hægt að velja um nokkrar leiðir til að síga, bæði slútt og annað. Við höfum klifrað þessar leiðir nokkrum sinnum en þetta er móberg sem er ekki það besta í klettaklifur.