Home › Forums › Umræður › Klettaklifur › klifur?? › Re: svar: klifur??
Hæ Heiða og Arna !
Við vorum tvær á ferð í Frakklandi fyrir 3 árum og knúsuðum ansi góða kletta í Marseille,Buox og Fountainblau. Í Marseille er mikið af flottum klettum í fallegu umhverfi. Þegar þið komið í bæjuna er best að fara í næstu klifurbúð og kaupa leiðarvísa(tópó) af svæðinu. Í Marseille var hægt að fá einn sem sýndi flest ef ekki öll svæðin í Calanquesklettunum og heitir hann Escalade Les C’alanques. Hann er líka á ensku og reyndist okkur mjög vel.Það getur reyndar stundum verið erfitt að fynna svæðin en það eru teikningar í tópónum og svo er oft hægt að spyrja til vegar.
Við klifruðum minna í Buox því við lentum í leiðilegu veðri en það er geðveikt flott svæði og ég fer pottþétt þangað aftur ef ég fer aftur til Frakklands að klifra.
Svo fannst okkur mjög gaman að bouldera í Fountainblau en það er rétt hjá París ef þið eruð á leið þangað. Þar mæli ég sérstaklega með svæði sem heitir Les Elefant en það var í sérstöku uppáhaldi hjá okkur vinkonunum.
Góða ferð,
Maggý