Home › Forums › Umræður › Almennt › Kirkjufell á Snæfellsnesi? › Re: svar: Kirkjufell á Snæfellsnesi?
30. June, 2008 at 14:44
#52889
Björgvin Hilmarsson
Participant
Fór þarna með Skabba einn veturinn. Gaman að fara þarna upp. Það eru kaðlar þarna á nokkrum stöðum sem hægt er að nota til að styðjast við. Mætti samt alveg fara að endurnýja eitthvað af þessu. Þegar maður kom upp á topp eftir að hafa tosað sig upp síðasta kaðalinn þá kom í ljós haugur af gömlum köðlum og drasli sem allt er bundið um stóran stein. Útúr haugnum lá svo þessi sem er núna í notkun.
Að sumarlagi þarf alveg örugglega ekki neitt af græjum. Menn með lágmarksreynslu í svona brölti ættu ekki að vera í neinum vandræðum með þetta.
Mæli með pizzunum á Kaffi 59, sérstaklega með piparosti