Re: svar: Kaupið á netinu…

Home Forums Umræður Almennt Kaupið á netinu… Re: svar: Kaupið á netinu…

#49098
Siggi Tommi
Participant

Af hverju segirðu að það komi 15% ofan á það?
Þetta á bara að vera vaskurinn auk flutningsgjalda. Frá USA eru einhver vörugjöld, minnir að það séu 5% + vaskur.
Ég hef pantað frá http://www.barrabes.com á spáni og veit um menn sem hafa pantað frá http://www.globetrotter.de í landi síðs að aftan leðurbuxnanna. Man ekki til þess að menn hafi verið að borga meira en vaskinn.
Hef pantað mikið frá USA og Kanada en læt yfirleitt bera draslið fyrir mig heim svo ég hef ekki oft pantað alla leið hingað.
Mæli hiklaust með http://www.mec.ca, Mountain Equipment co-op. Algjört snilldarfélag, alvöru kommúnistakaupfélag með snilldarúrval og verðin spilla ekki fyrir. Eini gallinn við þá er að þeir flytja lítið af merkjavörum út fyrir Kanada vegna einhverra tollamála. Það er því aðallega þeirra dót og annað kanadískt sem er á frábæru verði… Var t.d. rétt um daginn að kaupa frá þeim Gore-Tex jakka á rétt um 20k og buxur með á um 15k.
Einnig er gott úrval á http://www.bentgate.com og fleiri góðum netbúðum í hamborgaralandinu…

Galli við að versla erlendis er sá að þá minnkar veltan ennþá meira í búðunum hér heima og við tryggjum að úrvalið verður nánast ekki neitt í hillunum hjá þeim… En ég hef ekki látið það stoppa mig ennþá :)