Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifurfestivali lokið › Re: svar: Ísklifurfestivali lokið
Sæll Andri
Þetta eru áhugaverð skrif hjá þér. Ég var reyndar að komast að því í dag að maður hefði borist með flóðinu niður!!!
Samkvæmt þeim uplýsingum sem ég og þeir menn sem voru efst fengu, hafði ástralinn lent aðeins í jaðrinum á flóðinu en tekist að stökkva út úr því eftir nokkra metra. Ég var greinilega alveg að misskilja þetta. Ég var sammála þér að snúa við eftir flóðið og kallaði það til efstu manna að snúa við. Hinsvegar áttum við einungis 20 metra upp að ísnum og hægt að koma sér vel fyrir bakvið stórt kerti og sötra teið, sem við og gerðum. Síðan átti að halda niður. En þegar menn tóku að róast (en þar var ástralinn með í för. Ekki furða að hann var svona rólegur fyrst hann lenti ekki í flóðinu), var ákveðið að klifra eina spönn eða svo til að gera eitthvað úr deginum. Varð úr hin besta skemmtun, en eins og ég segi, þá hafði ég ekki hugmynd um að þetta hefði staðið svo tæpt eins og þú segir og víst að við hefðum snúið við og hugað að bretanum Russel ásamt öðrum. Á sunnudeginum var ég að forvitnast hvar Russel væri vegna þess að ég sá hann ekki. Mér var sagt að hann væri að hvíla sig eftir laugardaginn og ég hugsaði með mér að hérna væri ekki mikil hetja á ferð sem gæti ekki farið á fjöll tvo daga í röð!!!
En nú veit ég hið rétta. Það var reyndar hringt í mig frá bb.is sem er lókal fréttavefurinn hér á Ísafirði. Blaðamaður spurði mig hvort að maður hefði borist alla leið niður með snjóflóði í Naustahvilft á laugardeginum. Ég sagði við hann að það væri algjör vitleysa og hér væri greinilega búið að stórlega ýkja söguna. Nú er hægt að lesa lygasögu mína á bb.is sem ég hélt að væri sannleikurinn. Höddu hringdi síðan í mig og spurði hvern fjandann ég væri að bulla og ég kom bókstaflega af fjöllum.
Já það má örugglega læra af þessu og það sem mér finnst kannski eitt sem ætti að spá í, er að þegar hópurinn er jafn breiður og hann var í þetta sinn; allt frá nánast byrjendum upp í atvinnumenn, þarf að tryggja það að einhver hafi umsjón með þeim sem eru skemur komnir í sportinu. Því ef slys gerast við svona ,,official” aðstæður í nafni klúbbsins er það slæmt og gæti orðið hafarí.
Það hefði að vísu ekki breytt neinu hér um en kannski hefði verið meiri stjórn á þessum höfuðlausa her sem þrammaði þarna upp Erninn. Já þetta var höfuðlaus her sem enginn hafði beðið mig eða einhvern annann að stjórna. Kannski hefði maður átt að taka af skarið. Gott að vera vitur eftir á.
Ég vill enda þessa löngu ræðu á því að þakka þeim sem heimsóttu okkur sveitalarfana um helgina. Það eru allri velkomnir hvenær sem er.
p.s. Einar Öræfingur og svíarnir fóru ansi sæta leið í Seljadal á sunnudeginum meðan við Eiríkur ákváðum að máta okkur við tesmökkun og myndatökur í hæfilegri fjarlægð.
Góða stundir
rok