Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Hvernig fer? › Re: svar: Hvernig fer?
19. November, 2006 at 11:00
#50754
![](http://www.isalp.is/wp-content/plugins/a3-lazy-load/assets/images/lazy_placeholder.gif)
Member
Við Leifur Örn létum ekki þessar fádæma góðu ísaaðstæður fram hjá okkur fara en héldum okkur sólarmegin og hlémegin (það var logn) fjalla. Fórum í Grafarfossinn og bjuggumst við fjölmenni enda frost nægt. Ólíkt því sem áður var (þetta er eins og með Stardalinn forðum) þá kom engin í Grafarfoss þennan fallega dag. Nægur ís í “orginalinum” og nokkrum afbrigðum “direktsins”… og það batnar bara ef marka má kuldan í kortunum.
Þarna var vissulega kallt í skugga en algert logn og svo kom sólin um miðjan foss og þá var gaman að lifa.
Góð byrjun á mjög svo lofandi vetri.