Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Hvar voru allir um helgina??? › Re: svar: Hvar voru allir um helgina???
Fór á gönguskíði á Tjörninni á föstudeginum og í Hljómskálagarðinn á laugardag og sunnudag. Enginn annar sást þarna á skíðum um helgina. Fullt af ís en lítið um snjó. Tók þó ekki fram ísaxir.
Þessi “Stígandi” umræða hér að ofan minnti mig á að fyrir nokkrum dögum birtist mynd af ísuðum Eyjafjöllum. Textinn hljómaði eitthvað á þá leið að myndi sýndi “Paradísaheimt og nágrenni”.
Fossinn (og ísinn) vestan við Paradísarheimt heitir Drífandi og hefur svo lengi verið. Myndin sýndi því Drífanda og nágrenni.
Þó Paradísaheimt sé fallegt nafn og falleg leið þá megum við ekki týna niður ævagömlum örnefnum og fara að nota nöfn á klifurleiðum a.m.k. ekki opinberlega. Berum virðingu fyrir því gamla og þeim gömlu.
– Einn á ullarbrók.