Home › Forums › Umræður › Almennt › hvað er næst ? › Re: svar: hvað er næst ?
Flestir fara á einn góðan stað sem er fín traversa (hliðrun).
Þú keyrir frá Vífilstaðarbyggingunni og inn í Heiðmörk, þetta er vinsælt útivistarsvæði og margir í göngutúrum og hjólaferðum þarna. Síðan keyrir þú fram hjá bílastæði og beygir þá fyrstu beygju til vinstri.
Þá eru Maríuhellar (held ég að þeir heiti) á vinstri hönd. Þennan veg keyrir þú svo slatta inn í Heiðmörk. Þegar þú ert búinn að keyra slatta (4-5 mín) þá keyrir þú niður brekku og neðst í henni er tjaldstæði, með grænum klósettskúr á hægri hönd en klettarnir á vinsti hönd.
Það er held ég jafn langt að keyra að þessu frá Rauðhólum.
Þetta er fín hliðrun.
Endilega hafið svo augun hjá ykkur fyrir fleiri probbum eða svæðum í kring.
Kv.
Halli