Home › Forums › Umræður › Almennt › Hlýtt tjald › Re: svar: Hlýtt tjald
Ívar er náttúrulega alveg með þetta en það er ágætt að blanda sumu af þessu saman. T.d. tek ég stundum Einar Gunnar dýnu (einangrunar fyrir þá sem fatta mig ekki því ég er svo steiktur) sem ég er búinn að skera soldið af, nær kannski svona niður að hnésbótum eða tæplega það…
plús…
uppblásanlega. Þetta er gott combó. Einar Gunnar einangrar vel og loftdýnan er þægileg.
Kuldadæmi tengist oft einangrun frá jörðinni, ég hendi líka stundum flísteppi undir dýnuna (-urnar) hjá kæfunni. Svo má skella bakpoka, aukafötum, línunni og allskonar sjitti þarna undir ef það er snjór og ekki pláss fyrir 2 dýnur í bakpokanum.
Einnig er tilvalið að blanda saman áfengismagni og bólfélaga (hið fyrra leiðir oft til hins síðara). Eins og spakmælið segir:
Skál í boðinu – bál í klofinu
Sissi