Re: svar: Hlíðarfjall,aðstæður?

Home Forums Umræður Skíði og bretti Hlíðarfjall,aðstæður? Re: svar: Hlíðarfjall,aðstæður?

#48341
0902703629
Member

Í Hlíðarfjalli eru ágætis aðstæður. Síðustu tvær vikur snjóaði óhemju mikið og því nægur snjór. Hinsvegar var hiti yfir frostmarki í gær og um -3 í dag þannig að ég geri ráð fyrir harðfenni í brekkunum í dag og “púðurdagar” taldir í bili.

Ég minni hinsvegar á snjó/slydduspá á vedur.is fyrir Norðurland eystra á morgun og laugardag og sól og frost á sunnudag. Þannig að þetta lítur allt stórkostlega út.

Sjáumst á skíðum,
Kristín