Re: svar: Helstu úrslit og fréttir

Home Forums Umræður Skíði og bretti Helstu úrslit og fréttir Re: svar: Helstu úrslit og fréttir

#49549
0704685149
Member

Takk fyrir daginn í dag.

Engin stökk-keppni var haldin, þar sem fólk var svo æst að skíða í nýföllnum snjó. Var skíðað að krafti frá kl. 11:00 til 15:00 þá fóru menn að huga að heimferð. Enda veðrið byrjað að rjúka upp í enn meiri norðanstrekking með héljum.

Færið var frábært í Tindastóli, en minna um skyggnið þó sólarglenna kæmi nokkrum sinnum. Þökkum við Skagfirðingum góðar móttökur. Stórkostlegt að geta keypt nýbakaða skúffuköku, kleinur og kanilsnúða í skíðaskálanum, almennilegt vöruúrval þar.

Umdeilt var hve púðrið var djúpt, menn mældu allt upp í 60 CM dýpt á nýsnævinu…jafnvel dýpra, allt eftir því hvernig maður hallaði skíðastafnum.

Nú fyrir stundu lá mótsnefnd í heitapottinum hjá KEA og ræddu hverjir ættu að verða valdir sem maður og kona mótsins. Enn hefur ekki verið komist að niðurstöðu. Mótsnefnd ætlar að sofa á því, það koma margir til greina fyrir ýmis afrek. Það verður kynnt fljótlega hér á vefnum. Mikils er að vinna, glæsilega bókagjöf frá Útiveru. Bókin: Gengið um óbyggðir eftir Jón Gauta Jónsson fjallamann með meiru eða fría áskrift að; Útiveru tímarit um útivist og ferðalög, í eitt ár.

Fljótlega birtist grein hér á vefnum um Telemarkhelgina eins og alltaf áður.
En á meðan skoðið fréttapistlana frá Árna Alf. á http://www.utivera.is

Þau fyrirtæki sem styrktu okkur á einn eða annan hátt eru eftirfarandi:
Útivera
Útilíf
Vörður Vátryggingafélag
Síminn
66°N
Bakaríið við brúnna
Bókabúð Jónasar
Skíðaþjónustan
Útivist og sport
Abaco sólbaðsstofa
Sambíóin Akureyri
Medúlla hársnyrtistofa
Samkaup
Glófi

Þeir sem lögðu okkur til hjálparhönd; Brynja, Sigfríð, Helga Björt, Kristín, Doddi, Valli, Jón Haukur, Kristín og margir aðrir, kærar þakkir.

Takk öll sömul fyrir helgina.
Sjáumst að ári.
Þá vonandi í mun meiri snjó sem á að vera hér á norðurlandi á þessum árstíma.

Mótsnefnd.