Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Helgarspeijið! › Re: svar: Helgarspeijið!
26. January, 2009 at 23:16
#53629
Siggi Tommi
Participant
Já, Austurárdalur var tóm hamingja eftir nokkur vonbrigði með að fá ekki að prófa Mýrarhyrnuna eftir alla þessa keyrslu.
Bláa leiðin og Túristaleiðin voru í fínum aðstæðum, sú bláa kannski heldur í þynnra lagi, greinilega búin að bráðna nokkuð í sundur.
Ísinn var þéttur og góður og bara smá fjúk úr fossunum til hliðar annað slagið, annars þurrt.
Styttist mjög í að megaflottu leiðirnar ofan við sylluna (WI5 – WI6 kerti, 20-30m) detti í aðstæður sem dauðlegir menn eiga séns í.
Myndir koma á næstu dögum.