Re: svar: Gullna reglan

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Gullna reglan Re: svar: Gullna reglan

#50993
Anonymous
Inactive

Það er nú rétt að það er ekki gott að detta í leiðslu í ísklifri. Hins vegar heldur vel inn sett ísskrúfa nokkuð vel. Þegar Hvalur II í Glymsgili var farinn í fyrsta skipti datt ég í miðspönninni í leiðslu og fór sennilega um 9 metra (samtals falllengd með tognun á línu). Þetta var fyrsta skrúfa út frá félaganum sem var að tryggja mig í lóðréttum ís. Ég skoðaði skrúfuna og reyndist ekki einu sinni hafa sprungið ísinn kringum hana. Það sem ég hafði mestar áhyggjur af var að reka frambroddana í ísvegginn. Ég tók mig bara til og kláraði spönnina til að ná úr mér mesta skrekknum. Maður á að sjálfsögðu að reyna tryggja bara á skynsaman hátt til að koma í veg fyrir meiðsli ef fall verður.
Klifurkveðja Olli