Home › Forums › Umræður › Almennt › grjótglímu-dívan › Re: svar: grjótglímu-dívan
Sæll gamli
Ég var mikið að spá og spekúlera í þessu sama fyrir stuttu. Er reyndar enn ekki búinn að ákveða hvort það verður crash pad eða tveir friendar sem peningurinn fer í…
Allavega. Til að byrja með mæli ég með því að leggja dýnuna á golfið í búðinni og trampa áðeins og hoppa á henni. Sumar dýnur eru stífari en aðrar og þær mýkstu eru of mjúkar að mínu mati. Ég mæli einnig frekar með dýnu sem er ekki með broti í miðjunni (taco-shaped) heldur en dýnu í tvennu lagi (sandwich-shaped). Ástæðan er sú að það er þægilegra að troða öðru stöffi sem þú vilt hafa með (skó, kalk, föt, nesti) inní samanbrotið taco-ið en samlokuna. Auk þes getur verið óþægilegt að lenda beint á brotinu í samlokunni.
Einnig má hafa klæðningu dýnunnar í huga til þess að þurrka þeðanaf skónum áður en klifur hefst. Sumar dýnur eru bara klæddar nælon dúk sem er gagnslaus til slíks brúks á meðan aðrar hafa sérstakar mottur til afþurrkunar eða eru klæddar efni sem þurkar betur skít og drullu.
Að lokum er gott að hafa í huga að dýnan sé þægileg til burðar, ef þú getur ekki keyrt beint upp að hnullanum sem þú ætlar að taka í karphúsið.
Þær tegundir sem ég hef skoðað hér eru Pezl, Franklin og Revolution (sem áður var Cordless og Pusher). Allar frambærilegar er er ekki frá því að ég hallist að Revolution.
Þar sem ég veit að þú ert í Skotlandi hvar klifur er ekki klifur nema það sé trad (eru það ekki þeir sem segja “sport climbing is neither!”) er ég ekki viss um að þú hafir um auðugan garð að gresja í þessum efnum. Gangi þér samt vel.
Skabbi