Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Glymsgil og fleira › Re: svar: Glymsgil og fleira
10. January, 2005 at 09:58
#49277
1210853809
Member
Við fórum fjórir í Ýringinn á Laugardaginn og þar af var einn að fara í eina af sínum fyrstu ísklifurferðu. Aðstæðurnar voru með besta móti, ísinn fínn en mikill snjór undir mörgum af höftunum og hengja fyrir ofan sum sem þurfti að moka sig í gegnum. Við beiluðum á seinasta, og erfiðasta, hlutanum bæði vegna nýliðans og líka vegna þess að ég hafði ekki hreðjarnar í að leiða þetta. Svo það voru sem sagt við sem bökkuðum út úr Ýringnum eins og Andri talaði um.
Gaman að sjá hvað það voru margir að klifra um helgina og gaman væri að heyra frá Haukadalsförum
klifurkveðjur,
Jósef