Re: svar: Gangi þér vel Ívar!

Home Forums Umræður Almennt Gangi þér vel Ívar! Re: svar: Gangi þér vel Ívar!

#50035
0703784699
Member

Gangi þér vel Íbbi minn….já nokk til í því hvenær tindur er kláraður en held að við flestir gerum þetta gamnsins vegna og ef maður skilar sér heim, hvort sem tindur náðist eða ei, þá má segja að að takmarkinu hafi náðst.

Anna fór þarna um f. nokkrum árum og skilaði sér heim þó ekki hefði náðst að toppa.

Ég sem betur fer hef ekki ennþá þurft að vera að rogast með þá þungu byrði að vera með sponsor sem krefst þess að maður nái tilsettum árangri…en þeir jú gera fjárhagslegu hliðina oft léttari en geta valdið of mikilli pressu.

Endilega klifrið f. ykkur sjálf og hafið gaman af því ….og ekki er verra að týna einu passa eða svo til að krydda sögurnar.

Ívar ég mæli með því, af fenginni reynslu, að þú skiljir eftir ljósrit af vegabréfinu (þar sem upplýsingarnar eru ekki tómu blaðsíðunum) og ef þú lendir í vandræðum að þá getur þú alltaf fengið það faxað til þín. Óskemmtileg lífreynsla að vera fastur í nepal rétt f. jól með ekkert vegabréf og lenda tvisvar í því að vera hent út af flugvellinum…já því að það skiptir víst máli að vera með einvhern djöf….stimpil sem maður fær í vegabréfið þegar maður fer úr landi. En samkvæmt mínum upplýsingum að þá er hægt að notast við faxað vegabréf.

Mæli svo með “special jóga” í Kathmandu……

kv.Gimp