Re: svar: Flokkapólítík – kemur hún okkur við?

Home Forums Umræður Almennt Flokkapólítík – kemur hún okkur við? Re: svar: Flokkapólítík – kemur hún okkur við?

#47782
0405614209
Participant

Varðandi leiðsluvegginn fína.

Ég hef átt óformlegar viðræður við ÍTR og Laugardalshallarstjórnanda og ég veit að þetta mál hefur verið rætt hjá þeim. Mér fannst á öllum viðkomandi að þetta væri hið besta mál.

Það þarf að hamra þetta mál hressilega og halda áfram. Ef það er gengið í þetta af krafti þá giska ég á að það verði kominn upp 12 metra hár leiðsluveggur með 15 metra klifurvegalengd innan árs. Svona veggur er fullkomlega löglegur keppnisveggur.

Það væri svo óvitlaust að stefna að því að halda Norðurlandamót í klifri næsta vor.

Það er næsta ljóst að ef það á að verða einhver uppbygging þá þarf ríki og borg ásamt einhverjum fyrirtækjum að koma að málinu.

Kveðja
Halldór formaður.