Re: svar: Ekki ný leið í Skessuhorni

Home Forums Umræður Klettaklifur Ekki ný leið í Skessuhorni Re: svar: Ekki ný leið í Skessuhorni

#48929
AB
Participant

Jújú, Hampiðjukaðalinn var með í för, sem og forláta eldiviðaröxi eins og sjá má á myndunum.

Þetta var svaka ævintýri, gömlu kallarnir voru greinilega með hausinn í lagi. Í den var þessi leið oft farin og þótti ansi góð, minnir að ég hafi líka lesið um að Snævarr hafi einfarið hana.
Ánægjan úr klifrinu sjálfu var ekki gríðarleg, en það var gaman að komast upp þessa flottu línu á þessu fallega fési, alveg þess virði. Einna helst grjóthrun af okkar eigin völdum sem var okkur til ama. Sammála Steppo, mun hættulegri leið en t.d. Heljaregg.

Gaman væri að vita hvenær hún var síðast farin að sumri til. Einhver sem veit það?
Leiðin er víst mjög góð að vetri til eins og Ívan Hardcore minntist á síðasta vor, að hans mati besta vetrarleiðin í veggnum ef ég man rétt.

Kv, AB