Re: svar: Eilífsdalur

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Eilífsdalur Re: svar: Eilífsdalur

#49033
Siggi Tommi
Participant

Já, og í suðvesturhorni girðinganna frá útihúsunum er hlið sem er ekki með rafmagnsgirðingu ef menn vilja sleppa við girðingabrölt.
Hliðið inn á sumarbústaðasvæðið við Valshamar er nefnilega meira og minna lokað frá október fram á vor og því vandkvæðum bundið að komast þá leiðina. Við komumst að því að nyrðri leiðin, þ.e. frá bænum, er ekki nema nokkur hundruð metrum lengri í mesta lagi, maður sleppur við að vaða ána uppi á dal auk þess sem mýrarnar eru mun skárri þeim megin. Mælum því hiklaust með henni.
Vonum svo bara að þessir kuldar haldist því þetta var ótrúlega efnilega þarna innfrá en vantar ennþá slatta af góðum frostadögum til að verða alveg reddí.

Hvernig gekk annars hjá Þórisjökulsförum?