Re: svar: common! 111 mínútur – ekki 111 heldur 11

Home Forums Umræður Almennt common! 111 mínútur Re: svar: common! 111 mínútur – ekki 111 heldur 11

#47719
0703784699
Member

“All sports were created equal, but some sports are more equal than other” Ef mér leyfist að hagræða sannleika frægrar setningar. En svona er þetta nú með sportið, þau fá misjafna undirtektir, einsog sést best í “íþrótta”-þáttum sjónvarpanna. En þar er greinilega mjög mismunað hvað sýnt er. En svona er það bara að tilheyra svona littlum markhóp, maður þarf að útvega sitt efni sjálfur. Þessi snilldar sýning sem Banff er, hefur notið mikillar hylli og bæði þá meðal fjallmanna og klifrar sem og hjóla og kayak manna. Því meiri fjölbreytni þeim mun breiðari og fjölmennari hópur mætir. Hjólamynd er í góðu lagi, svo framalega sem hún presenteri það sem mér finnst að þessi sýning eigi að presentera. En það er að sýna almennar “extreme” íþróttir, þessar sem ekki hljóta hylli sjónvarpstöðvanna hér á landi. Vona ég að myndirnar verði hraðar og spennandi, frekar en t.d. veiðimaður að fiska með einhverjum fuglum, þótt mér hafi fundist hún áhugverð og flott, þá tel ég hana eiga heima á öðruvísi sýningum og atburðum. En það er reyndar bara mín skoðun og endilega ljóstraðu þínu hér með. Svo er von mín að það endurtaki sig ekki að sömu myndirnar verði sýndar aftur, einsog gerðist hérna um árið, það var reyndar einhver afmælissýning og því komum gamlar góðar aftur. Eða það er það sem ég heyrði!! Annars frábært mál að þessi Banff sýning er komin til að vera og hlakka ég til að sjá þessar myndir, Himmsi

PS: ef uppselt verður á sýningarnar, er möguleiki á fleiri sýningum, ef til þess kemur að maður nær ekki miða??