Home › Forums › Umræður › Klettaklifur › Búhamrar › Re: svar: Búhamrar
Rétt er að benda á að seinni spönnin í Rauða turninum er boltuð fyrstu 10-15m og svo tekur við ca. 10m runout upp slabb og upp 2m haft þangað til komið er að sigakkerum á klöppinni uppi. Reyndar er þetta létt klifur en ef einhverjum skyldi detta í hug að detta þarna þá gætu slæmir hlutir gerst. Hef yfirleitt tekið eitthvað af dóti með til að henda inn undir síðasta haftinu.
Leiðin við hliðina á Rauða turninum er ca. 5m austar og er ca. 5.7. Byrjar létt upp mosavaxið slabb (langt á milli bolta) en verður svo skemtilegri ofar og endar í bolta með ólæstri bínu. Ágætis upphitun fyrir Turninn. Þekki ekki nafnið á henni.
Fór annars að leita að Gandreiðinni um helgina og fann ekki (fórum að skrölta í Vítisbjöllunum í staðinn…). Fórum nefnilega Nálina um daginn og enduðum á akkerum sem mér skildist á Bjössa að væru í Gandreiðinni. Fann þó enga bolta í fyrstu tilraun á veggnum neðan við þau akkeri.
Getur einhver lýst nánar aðkomunni að þeirri leið? Þarf að síga niður þessi akkeri eða byrjar leiðin úr gilinu vestan við Nálina?