Home › Forums › Umræður › Klettaklifur › Boulder í Eyjafirði › Re: svar: Boulder í Eyjafirði
11. April, 2003 at 08:41
#47910
1402734069
Member
Það er því miður bannað að klifra á Grásteini í augnablikinu.
Við höfðum orðið okkur út um leyfi og góðan vilja frá fyrrverandi ábúanda, sem gróðursetti blóm og hugsaði um blettinn við steininn. Núverandi ábúandi bannaði okkur þó að nota steininn til klifurs og verðum við að fara eftir þeim tilmælum þar sem hún hefur allan rétt sín megin, sem við staðfestum hjá sveitarstjóra.
Kristín ætlar þó að freista þess að tala hana til. Ef bóndakonan bráðnar ekki þegar þær mæðgur, Sædis og Kristín, mæta á svæðið þá virkar ekkert á hana!
Þangað til verðum við að halda okkur vestan megin í dalnum!