Home › Forums › Umræður › Klettaklifur › Bolta eða ekki, hver á að ráða? › Re: svar: Bolta eða ekki, hver á að ráða?
Var ekki óskrifaða reglan varðandi boltun sú að sá sem klifraði leiðina fyrst ákvað hvort hún væri boltuð eða ekki og þá í samræmi við viðkomandi hefð á hverju svæð? Þessi skilgreining leiðir af sér að dótaleiðir hafa verið boltaðar ef þær eru á svæði þar sem hefð er fyrir boltum en ekkért boltað þar sem sú hefð er ekki. Þetta hefur nú verið svona heiðursmanna(og kvenna) samkomulag.
Ef svæði hefur ekki hentað til nátúrlegra trygginga hafa þau verið boltuð. Nú gætu sumir spurt hversvegna sumar dótaleiðri hafi verið boltaðar bæði á Hnappavölum og í Valshamri og vil ég þá benda á hefðarregluna í því sambandi. Eins ef leiðir eru tryggjanlegar að einhverjum hluta með dóti en ekki alstaðar (bendi á Vestrahorn t.d) þá fynst mér hreynlegra að bolta bara alla leiðina en ekki blanda þessu saman. Ef byrjað er að bolta á einhverju svæði þá er mjög erfit að hætta. Að þessi leið sé ekki boltuð en leið viðhliðiná sé boltuð er rökleysa í mínum huga. Annaðhvort eru svæði boltasvæði (með stöku dótaleið) eða óboltuð með öllu.
Halli af glottinu að dæma virðist ég frekar vera hugsa um tönn fyrir tönn enda er þetta hálfgerður hrífukjaftur.