Re: svar: Batman, Ragnar og gæfa ÍSALP….

Home Forums Umræður Almennt Batman, Ragnar og gæfa ÍSALP…. Re: svar: Batman, Ragnar og gæfa ÍSALP….

#48571
Karl
Participant

Eflaust hafa e-h e-h tíma lent í illskeyttum stangveiðimönnum sem vilja meina mönnum för um ár, vötn og bakka.
Náttúruverndarlögin eru mjög skýr um þetta mál og hvorki landeigendur eða véiðirréttarhafar hafa nokkuð um það að segja hverjir fara um vötn og bakka. (ef frá eru talin nokkur sértæk ákvæði um náttúruvernd, hafnar og virkjanamannvirki) Það er sjálfsagt að haga umferð þannig að truflun sé sem minnst en veiðimenn eiga ekkert gott skilið ef þeir ráðast fram með grjótkasti og formælingum eins og undirritaður lenti í fyrir margt löngu við Fnjóská.
Ég var að fara með hrossahóp yfir ána og allt í einu kemu bíll spólandi á móti okkur frá árbakkanum, ökumaðurinn flautar, farþeginn stekkur út, upphefur háreysti og grjótkast og argar að þeir eigi veiðiréttin og öðrum sé bannað að þvælast yfir ána eða um bakkann.
Okkur tókst að hemja hrossin en vegna þessa yfirgangs veiðimanna fórum við að sjálfsögðu yfir þar sem okkur þótti veiðilegast.
Á bakaleið, viku síðar á svipuðum slóðum kom á móti okkur veiðimaður, stoppaði og tók okkur tali og spurði hvort við ætluðum með reksturinn yfir ána. -Við játtum því, og spurði hann okkur hvort við gætum farið yfir ána nokkru neðar til að trufla ekki veiðina. Það var alveg sjálfsagt af okkar hálfu og eðlilegt að hliðra til fyrir kurteisum mönnum.
“Batman” var ekki nógu kurteis og þurfum við Ísalparar að siða kvikindið og önnur slík er eftir koma.