12. March, 2003 at 17:07
#47826
1709703309
Member
Það virðist eitthvað hafa klikkað samlagningin varðandi lengd kvöldsins (þriðjudags). En alveg víst að einhver af þessu löngu myndum hefði mátt missa sín, þá kannski helst hjólamyndin þar sem við höfðum séð smá hjól fyrir hlé.
Fannst myndirnar fyrir hlé góðar á þriðjudeginum.
Íslenska myndin og sú sem var tekin á íslandi voru mjög fínar. Ingvar og lið eiga þakkir skyldar fyrir Ísklifurfestivalið, sérstaklega var tónlistin viðeigandi, allavega betri en sönglið í Jökli á trillunni.
Veit að það er ekki auðvelt að velja myndirnar þar sem einungis er sent örstutt brot af myndunum til að velja úr.
En í heildina var þetta hin ágætasta skemmtan.
-SPM-