16. April, 2003 at 15:10
#47925
Jón Haukur
Participant
Einhvern tíman á fyrri hluta tíunda áratugarins þegar ég vann fyrir mér sem siðapostuli á vegum framsóknarfélagsins landsbjargar þá var öllum björgunarsveitum sem ég heimsótti troðið í klúbbinn. Það var ánægjulegt að sjá á listanum í gær að margar af þessum sveitum eru ennþá áskrifendur. Reyndar vantaði björgunarsveitina á ólafsfirði og hef ég böbba grunaðan um að hafa skráð sveitina úr klúbbnum til að eiga fyrir flottara glíngri. Þrátt fyrir það er þetta takmarkaður fjöldi af björgunarsveitum sem kaupir blaðið og mætti gjarnan gera markaðsátak gagnvart þeim eins og bassi bendir réttilega á. Eins er mikilvægt að aðilar innan klúbbsins reki áróður gagnvart félögum sínum í björgunarsveitunum fyrir nauðsyn klúbbsins….
að eilífu ekki amen