Re: svar: Aðstæður fyrir norðan

Home Forums Umræður Skíði og bretti Aðstæður fyrir norðan Re: svar: Aðstæður fyrir norðan

#47896
1402734069
Member

Það er sannkallað vorfæri í fjallinu þessa dagana!! Nægur snjór er fyrir ofan Strýtu og ekki miklar áhyggjur sem þarf að hafa af grjótum og þessháttar. Tekur bara stólalyftuna upp og niður. Ansi skemmtilegt sjónarhorn þegar þú ert á leið NIÐUR með stólalyftunni, getur dáðst að Eyjafirðinum á meðan.

Það bætti í snjó rétt fyrir helgi en því miður ekki hægt að kalla það púður lengur. Eftir AKExtreme brettakeppnina eru svo nokkrir pallar til og einn nokkuð skemmtilegur í Suðurbakkanum.

Næstkomandi fimmtudag og fram á sunnudag verður þó haldið Landsmót SKÍ í Hlíðarfjalli. Það verður því lítið um lausar troðnar brekkur og því betra að halda sig utanbrautar. Þó verður hægt að sjá margar myndarlegar stúlkur í þröngum göllum, nokkuð sem má njóta af pallinum í sólinni með góðar veitingar við hönd.