Re: svar: Aðstæður á Norðurlandi

Home Forums Umræður Almennt Aðstæður á Norðurlandi Re: svar: Aðstæður á Norðurlandi

#47914
1402734069
Member

Aðstæður til ísklifurs er ákaflega bágbornar og engan ís að hafa.

Það er mýgrútur af flottum fjöllum til að klífa eða skinna upp. Gaman er að rölta upp á Kerahnjúkinn eða Finninn á Ólafsfirði, Stólinn í Skíðadal, Strýtu eða Kerlingu á Akureyri (svo fá séu nefnd).
Við verðum nokkur út í Hvalvatnsfirði um páskana með plankana og ætlum að skíða niður eins mikið og við getum. Það eru flottar skíðaleiðir inn í Skíðadal og upp á Lágheiði á Ólafsf. Strýtuna og Kerlingu er einnig gaman að skíða niður.

Það er því af nógu að velja fyrir Norðan!!