Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › aðstæður?? › Re: svar: aðstæður??
Í Skíðadal inn af Svarfaðardal eru fínar ísaðstæður og það þarf ansi hreint mikið til að ísinn hverfi. T.d. er um 4-5 stiga hiti að degi til núna en frýs um nætur og ísinn er fagurblár hér í fjallinu fyrir ofan.
Veit ekki hvort þú hefur séð þetta en það er svolítið Múlafjallsyfirbragð á þessu. Labb upp bratta brekku og svo einnar spannar leiðir og einhverjar lengri. Örugglega líka fínt í mixað klifur eins og staðan er núna.
Nú, svo má ég til með að benda á frábæran gististað í dalnum. Hús sem heitir Möðruvellir og er fínasti skáli, kostar bara 5000 kr nóttin og örugglega gaman fyrir ís- og fjallamennskuþurfandi hópa að dvelja í. Upplýsingar eru á þessari síðu http://www.isafold.de/diverses/modruvellir.htm