Re: svar: Að lifa á lofti

Home Forums Umræður Almennt Grípum til vopna!!! Re: svar: Að lifa á lofti

#47769
2202605779
Member

Ritskoðun finnst mér eiga við þegar þarf að verja menn gegn SKAÐA af persónulegum árásum en stóryrði í tengslum við málefni hleypa aðeins meira lífi í umræður og ef á að fara að setja menn í bann út af slíku,í svokölluðu líðræðisþjóðfélagi, held ég að þá verði farið út á hálan ís… Það sem Guðmundur skrifaði um að barnabörnin “lifi ekki á loftinu einu saman” finnst mér koma þessu máli ekkert við, því að landsmenn hafa það mjög gott með þær atvinnugreinar sem við höfum haft hingað til og sérstaklega á Austfjörðum hefur þurft að flytja inn útlendinga í stórum stíl vegna skorts á vinnuafli í sjávarútvegi, þannig að slagorðið “hvað á þá að koma í staðinn?!” er bara ósvífinn útúrsnúningur. Varðandi það sem Valgeir segir að hann sé ekki “svo heppinn að bera vaxtarlag fjallgöngumanns” vil ég segja, til hughreystingar, að við erum allir eins við fæðingu og fyrstu árin þannig að það er ekki HEPPNI eða ÓHEPPNI sem ræður vaxtarlagi fólks.