Home › Forums › Umræður › Almennt › Er það bara gamli góði stórgripaleggurinn hennar Þuríðar formanns? › Re: svar: …
Í hinni Amerísku ofursjoppu REI hefur verið svona græja til sölu um langt árabil. Í Alaska ’93 keyptum við svona græjur á leiðinni heim og ætluðum að koma með þetta færandi hendi til lausnar öllum vandamálum í erfiðum ferðum. Eitthvað hafði þá afgreiðslukonan við það að athuga að 4 sólbrenndir kallar væru að kaupa þvagtrektar í stórum stíl og sá ástæðu til þess að árétta að þetta væri fyrir konur. Við sáum hins vegar fyrir okkur stórfellda markaðsmöguleika þessa varnings. Nokkrum árum síðar held ég að flest eintökin hafi verið kominn í sjóinn eða undir stokka og steina á hálendi landsins. Held samt að það lýsi fremur óþolinmæði íslenskra kvenna við að tileinka sér nýjungar fremur en vanhönnun á græjunni…. say no more..
jh