Re: Re: Vorskíðun

Home Forums Umræður Skíði og bretti Vorskíðun Re: Re: Vorskíðun

#57655
0801667969
Member

Renndi inn á Þórsmörk í gær. Merkilega mikill snjór alveg niður á láglendi. Sá reyndar ekki hátt upp vegna þokuslæðings en maður svona gefur sér að rétt þarna ofar sé nægur snjór.

Vegurinn þarna innúr er nýheflaður og þetta er fínasta hraðbraut. Fólksbílafært án gríns enda ekkert í vötnum og verður svo væntanlega fram á sumar.

Þarna er ógrynni af flottum skíðalænum. Skemmtilegastar á vorin/fyrri part sumars ef snjór er mikill. Vesturhlið Útigönguhöfða er dæmi um góða lænu. Hvet menn til að skíða í skóginum.

Kv. Árni Alf.